tisa: ágúst 2006

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Tinna og Pollýanna?

Ég sá svona trailer um daginn. Trailer um myndina Snakes on a Plane. Aldrei hef ég hlegið jafn mikið.

Ég var að fá það staðfest í dag að ég er með neikvæðan persónuleika. Alveg varð ég steinhissa. Samkvæmt félagsfræði bókinni minni telst það vera slæmur persónuleiki að vera svartsýnn, fúll og sjálfselskur. Þetta á allt við mig. Ég er ekki sátt við þessa bók og er að íhuga það að bakka yfir hana.

En ég á alveg mínar björtu og glaðlegu og hressu hliðar.

Hér koma til dæmis bjartar og glaðlegar og hressar fréttir.

Annars er allt svona frekar mikið á móti mér. Bara eins og vant er.

Ég myndi venjulega skrifa kvörtunarlista en ég nenni því ekki. Kannski næst. Ég er samt að fara að skrifa kvörtunarritgerð í ensku. Ég ætti að vera fær um það.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 17:40

4 comments

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Endalok sumars

Sumarið er búið.

Niðurstaða sumarsins 2006

Utanlandsferðir: 0

Útilegur: 2

Útihátiðir: 0

Brjáluð potta- og sumarbústaðapartý: 0

Tónleikar: 0

Bílslys: 3

Áfengisdauðar: 0

Buxur: 2

Bílar: 1

Fjörfiskar: 90

Afskipti lögreglu: 1

Herbergistiltektir: 0

Brúnka: -5

Fólk á “fólk sem pirrar mig listanum”: ca.10

Sund: 1

Samsæriskenningar: 3

Bakkað á: 0

Farið á hestbak: 0

Tívolítæki: 0

Sólbað: 2

Þetta var sumarið mitt.

En núna er ekki sumar.

Skólinn byrjaði í dag. Ég ákvað að prófa það að fara á bílnum. Ég lagði af stað á nákvæmlega sama tíma og strætó. Ég var komin á nákvæmlega sama tíma og strætó. En þá átti ég eftir að finna bílastæði. Það tók ekki langan tíma, fann þetta fína stæði nokkrum skrefum frá skólanum, enginn stöumælir eða neitt. Þarna datt ég í lukkupottinn hugsaði ég.

Þegar ég hugsaði það hefði ég átt að hugsa mig betur um þar sem ég lendi aldrei í neinum lukkupotti. Þetta var engin undantekning því að þegar ég ætlaði að halda heim á leið var blár og hvítur miði á rúðuþurrkunni minni.

Stöðumælasekt gjössovel!

Ég leitaði vel og vandlega að þessum meinta stöðumæli. Fann hann svo beint fyrir framan bílinn minn.

Á morgun ætla ég að taka strætó.

Ég var spurð í vinnunni hvort ég ynni í raun og veru hjá Interpol. Ég neitaði því. Mér var ráðlagt að spyrja þá hjá Interpol samt að því.

Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 18:11

4 comments

föstudagur, ágúst 18, 2006

Tinna - Eilífðaróheppin/eilífðarörvhent

Er ég að ýkja þegar ég kalla mig eilífðaróheppna? Nei

Aðeins eilífðaróheppin manneskja lendir í tveimur árekstrum í sömu vikunni.

Já, það var keyrt á mig.

Aftur.

Núna hata ég alla sem heita Ottó.

Ottó keyrði aftan á mig.

Ég var ekki sátt.

Ég blótaði mikið.

Og hátt.

Bíllinn er þó óskrámaður.

Ekki Ottós bíll.

Mér er alveg sama.

Og ég sem var nýbúin að bóna bílinn.

Nýbúin að fá nýjan hliðarspegil.

Ég var í góðu skapi.

Það fékk ekki að endast.

Hættiði að keyra á mig!

Það er pirrandi.

Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 20:54

1 comments

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Death to Danska

Ég ætlaði að setja inn diska á iPoddinn Tinna, en tölvan harðneitaði. Ég held nú ekki hugsaði tölvan og vildi enganvegin gera eins og ég bað.

Ég er komin með hundleið á því að vinna. Get ekki beðið eftir því að byrja í skólanum, eða það hugsaði ég þangað til ég skoðaði bókalistan minn. Þá fór ég að gráta, inn í mér, af því að á yfirborðinu er ég svo mikill badass að ég má nú ekki fara að grenja út af því að ég verð með Danske er Mange Ting aftur í dönsku. Aftur! Sama fokking bókin! Mig langar að deyja.

Þetta alltsaman minnti mig á atriði sem ég sá í Fóstbræðrum.

Það var um sjómann, minnir að hann hafi heitið Manni. Hann var leikinn af sköllótta gaurnum, hvað heitir hann Erlingur eða eitthvað.

En Manni var sko harðasti sjóarinn á Ballarhafi, algert hörkutól. Úff

Skipið hans Manna kom að landi og Manni ætlaði nú aldeilis að fá sér að ríða! Hann fer á næsta kaffihús og byrjar strax að meika múvin á stúlkuna Jenný. Hún hafnar honum og hann vill helst deyja inn í sér. En hann er áfram harður nagli og segir bara “þessar steeelpur maður” Manni sest niður og fær sér að borða. Önnur kona gengur að honum og spyr hvort sætið hliðin á honum sé upptekið. “Elskan mín, fáðu þér sæti og láttu fara vel um þig” segir Manni okkar. Konan segist nú bara ætla fá stólinn í láni og tekur hann. Núna er sjálfsálitið hans Manna í feitum mínus og hann ákveður að forða sér áður en hann fer að grenja. Svo situr hann og saumar með tárin í augunum meðan hann segir sjálfum sér að hann megi ekki grenja því hann sé stór strákur og sjóari.

Manni kemur svo aftur á skipið og félagi hans spyr hvernig hafi gengið. “Djöfull fékk ég mér að ríða, tók svo vinkonu hennar líka. Djöfull var hún ljót, ég þurfti að biðja hana að hafa poka á sér”

Svona leið mér þegar ég sá bókalistann minn, ekki af því að konur vilja ekkert með mig hafa.

Ég þarf að fara að horfa á fóstbræður aftur, ég sakna þeirra.

En eins og var að segja hérna ofar þá er ég komin með ógeð á því að vinna. Aðallega út af samstarfsfólki. Gamla fólkið er frábært, nema sumir eins og kerlingarnar á sjötta borði og konan sem öskrar. Einn gamli karlinn gaf mér meira að segja nammi. Ég borðaði það yfir Miami Vice. Þessi gamli kall er ágætur, ég komst að því að pabbi hans hafi dáið fyrir langa löngu í veiðislysi. Hann var einn að veiða og varð fyrir voðaskoti. Síðan fórum ég og Tinna að pæla hvort karlinn vissi það kannski ekki ennþá að pabbi hans hafi framið sjálfsmorð. Ég meina hver verður fyrir voðaskoti þegar hann er einn að veiða? Já en sumt samstarfsfólk mitt er að gera mig snælduvitlausa (ekki þú Kristjana) Ég er samt farin að taka eina í sátt af því hún segir alltaf “Nei, þú sitja. Ég vinna!” Ég mótmælti henni ekki.

Ég er svona að spá hvort þetta fari ekki að verða gott í bili.

Segjum það.

Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 13:36

0 comments

föstudagur, ágúst 11, 2006

Death to Pétur

Einhverstaðar á landinu býr drengur sem ber nafnið Pétur. Eða hann sagðist heita það, en hver veit, kannski skammast hann sín svo hrikalega fyrir sitt raunverulega nafn að hann sagði mér að hann héti Pétur. En ég ætla allavega að láta hann heita Pétur.

Pétur er dökkhærður og keyrir stóran jeppa. Ég kynntist honum Pétri á Seltjarnanesinu þegar hann ákvað að keyra á mig á jeppanum sínum. Ég þoli ekki þennan Pétur.

Nú er litli sæti Opelinn minn ekki með hliðarspegil lengur. Takk Pétur.

Jebb þið lásuð rétt út úr þessu, ég lenti í fyrsta árekstrinum mínum. Ég var í fullkomnum rétti. Kannski hélt samt Pétur að hann væri það líka. Ég meina kommon hann var á jeppa og þá er alveg sjálfsagt að keyra yfir okkur smábílafólkið. Ekki satt?

Ég veit að það er nokkuð mikið langt síðan ég bloggaði seinast en það er sumar og ég ætla nota það óspart sem afsökun.

Maður myndi halda að því lengur sem líður á milli blogga því meira hefði ég að segja, en svo er það víst ekki. Ég er búin að steingleyma öllu. Nei í alvöru ég var að reyna hugsa hvað ég gerði í fyrradag og ég man það ekki.

En ég fór í bíó í gær. Miami Vice .... je

Og svo keypti ég mér tölvuleik þegar ég fékk útborgað. Mér fannst ég eiga það svo innilega skilið þannig ég brunaði í BT og keypti eitt stykki Sims 2.

Ég hef bara fengið eintóm hneykslunaraugnaráð frá fólki þegar ég segi því þetta. En ég er stoltur Simsari, þannig látið mig vera.

Alveg rétt, ég fór í útilegu með múttu og siss. Hún var mikil svaðilför og ekki fyrir hvern sem er þar sem við mæðgunar erum hinir mestu útilegugarpar og köllum sko ekki hvað sem er ömmu okkar.

Stutt ferðasaga.

Miðvikudagur:

Keyra – Akureyri – Nettó –Vaglaskógur –Tjaldað -Gist þar

Fimmtudagur:

Vaknað - “Hvað í fjandanum gerir maður í útilegu? – Akureyri – Versla – Bolur – Sólgleraugu – Stóll - Subway – Keyra – Dalvík – Ís - Keyra – Einbreið göng – Siglufjörður - innilokunarkennd – Keyra - Hofsós- Tjalda?- Nei, ekkert tjaldstæði – Keyra – Sauðárkrókur - Tjalda? - Nei, ljótt tjaldstæði – Keyra – Skagaströnd – Rock Star – Gista hjá Ölmu

Föstudagur:

Vakna – Keyra – Blönduós – Amma – Ríkið – Kaffihús – Kaka – Amma – Steik – Södd – Keyra – Skagaströnd – Horfa á mynd – Rúnta á Hondu – Ekki Civic - Meira rúntað – Gist hjá Ölmu

Laugardagur:

Vakna – Keyra – Blönduós – Amma – Bæ – Keyra – Hvanneyri – Keyra – Reykjavík

Þetta var hin mikla útilega í stuttu máli.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Ætla að setja geisladiska inn á iPoddinn..... Nick Cave og svona meira skemmtilegt.

Djöfull sé ég eftir því að hafa ekki keypt mér miða á tónleikana.

Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 12:18

3 comments